23.07.2010 10:53

Múli

Litla fjölskyldan skellti sér í sveitina með frábærum vinum. Fórum austur, nánar tiltekið rétt hjá Djúpavogi, á sveitabæ sem heitir Múli, vorum þar í níu daga og nutum þess í botn. Það er fallegt þarna í kring og algjör paradís fyrir börnin sem og okkur fullorðna fólkið. Margt var brasað, farið í sund bæði á Djúpavogi og á Höfn farið í sveitaferðir inn í Getihellnadal og synt í Tröllatjörn :) Við höfum farið þessa ferð núna tvö ár í röð og erum svo spennt yfir því að það er komin hefð þar sem það verður farið aftur næstu ár :) 






12.06.2010 10:28

Það er komið sumar :)

Hæ hæ

Það eru komnar inn nýjar myndir :) njótið vel...





19.04.2010 13:46

3 ára gaur!

Halló halló

Ég er ekki sú duglegasta að uppfæra þessa síðu okkar, en það kemur nú fyrir :) Ég setti inn nokkrar myndir úr 3 ára afmælinu hans Alexanders Óla og skellti svo nokkrum myndum með sem voru teknar þegar ég fór í útsýnisflug yfir gosið á Fimmvörðuhálsi.

Af okkur er annars allt gott að frétta. Alexander Óli er gullmoli sem verður bara yndislegri með hverjum deginum. Hann er orðinn svo stór að ég er ekki að átta mig á þessu stunum. Í mars fórum við með hann í smá aðgerð þar sem hann fékk rör í eyrun og það hefur hjálpað honum alveg rosalega. Hann er farinn að tala mun skírar og orðaforinn sprettur upp hjá honum. Það er svo gaman hvað það koma margir gullmolar hjá honum, eitt er víst að hann er mikið jólabarn sem talar stöðugt um að hann ætli að verða jólasveinninn þegar hann verður stór :)

En jæja best að halda áfram að vinna, set inn betri fréttir við tækifæri


29.11.2009 09:16

Nokkrar myndir

Var að setja inn nokkrar myndir í albúm sem heitir November 2009


14.10.2009 18:59

Madríd 2009

Hæ hæ - Myndir frá Madríd emoticon

06.08.2009 23:50

Fleiri myndi

hæ hæ...ég var að setja inn fleiri sumarmyndir emoticon


20.07.2009 14:40

Sumar

Var að bæta við nokkrum nýjum myndum, endilega kíkið á þær :)


17.04.2009 08:10

Til hamingju Anna okkar

Já hún elskulega systir mín, Anna Lilja, átti afmæli á miðvikudaginn. Hún er eins og flestir vita stödd í Madríd að vinna sem au-per, læra spænsku og njóta þess að vera til. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið emoticon Hún er búin að tuða og tuða í mér að setja myndir hér inn, ég er ekki alveg að standa mig nógu vel. Hér koma nokkraremoticon Við fórum norður um páskana og að sjálfsögðu tóku við nokkrar myndir þar. Það var æðislegt að vera hjá ömmu, eins og alltaf. Við slöppuðum af, heimsóttum yndislegt fólk, fórum út að leika í sund og fleira. Það er alltaf jafn gott að komast borginni og í rólegheitin fyrir norðan í fallegasta firði landsins emoticon en jæja það er best að fara að gera sig reddy fyrir vinnuna. Endilega kíkið á myndirnar, ég er svo búin að setja inn nýtt myndband og það eru fleiri væntanleg emoticon


það gengur alltaf hálf illa að taka svona family photo emoticon

01.03.2009 20:52

Hæ hæ og halló :)

Nýjar myndir komnar inn, set inn fréttir fljótlega :)

25.01.2009 21:46

Nóg að gera

Hæ hæ og hó

Jæja ég var að klára að setja inn nokkrar nýjar myndir svo ég ákvað að skrifa smá blogg líkaemoticon
Það er sko búið að vera nóg að gera síðustu daga. Á mánudaginn síðasta byrjaði Alexander á leikaskóla! Já þetta var ekkert smá stór dagur fyrir hann og mig,,,,hehe. Fyrst vikan er alltaf róleg, þá er aðlögun og mér finnst mjög fínt að fara hægt í þetta. Ég ákvað að halda plássinu hjá dagmömmunni út vikuna svo að hann gæti farið til hennar eftir aðlögun á daginn. Mánudagurinn var bara smá heimsókn þar sem ég var með honum allan daginn. Leikskólinn heitir Hlíð og deildin hans heitir Álfahlíðemoticon Ég er alveg mjög ánægð með allt enn sem komið er. Fóstrurnar eru alveg frábærar og aðstaðan góð. Smá saman fór ég svo að skilja hann eftir, fyrst klukkutími, svo tveir tíma og svo endaði þetta með að hann var næstum fullan dag á föstudaginn. Aðlögunin gekk rosalega vel, hann fór aldrei að gráta þegar ég fór heldur vinkaði mér bara og sagði bæ bæ mamma. Ekkert smá dugleg og alveg ótrúlega stolt móðir sem gekk út. Fóstrurnar voru mjög duglega að hrósa honum og segja að hann sé roaslega duglegur og alveg greinilega mikil félagsvera. Hann veit heldur ekkert skemmtilegra en að leika sér með hópi barna. Ég hef fulla trú á að þetta eigi eftir að halda áfram að ganga svona vel því þessi litli strákur sem við eigum er algjör hetja emoticon


Annars er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í vinnunni hjá mér sem er æði, ég elska líka vinnuna mín. Hversu gott er það þegar maður er að gera eitthvað sem maður hefur gaman af allan daginn og er að vinna með fólki sem er yndisleg emoticon Á morgun ætla ég svo að skella mér í leikfimi eftir of langa pásu. Ætla að kíkja í tíma í World class laugum og hlakka mikið til að fá þetta aftur inní rútínuna mína, maður verður bara svo miklu orkumeiri, glaðari, hressari, ferskari.....já ég gæti endalaust talið upp.

Af Kára okkar er allt gott að frétta. Hann er enn í Noregi og það gengur bara vel hjá honum. Hann er líka svo duglegur og ég veit að yfirmennirnir hans eru ekkert smá ánægðir með hann og vinnubrögðin hjá honum, Enda veit ég að hver sá sem fær Kára í vinnu getur sko verið ánægður því þar er á ferðinni fyrsta flokks smiður, sem hefur svo gaman að því sem hann er að gera og gerir það svooo vel emoticon Það stóð til að Kári kæmi heim núna á föstudaginn en það þarf að öllum líkindum að fresta heimkomunni um viku þar sem það þarf að klára verkefnið sem þeir eru með á næstu tvem vikunum. Við Alexander vildum auðvita helst allaf hafa hann heima en auðvita verður þetta ekkert mál þar sem það er mikið að gera og hann verður kominn heim áður en við vitum af emoticon Alexander finnst alltaf rosalega gaman að tala við pabba sinn í símann, segir hátt og skírt Halló Pabbi í hvaða síma sem hann kemst í. Svo þegar þeir feðgarnir eru að tala saman þá segir hann pabba sínum hvað hann er sterkur, sýnir honum bíla, duddur og dót í gegnum símann og svo auðvita gefur hann honum alltaf kossemoticon

En jæja ég læt þetta duga í bili...verið nú dugleg að kvitta þið sem kíkið hingað inn emoticon

09.01.2009 09:03

Nýtt ár :)

Hæ Hæ og Gleðilegt nýtt ár :)

Jæja þá er heimilisfaðirinn farinn til Noregs og við Alexander tvö eftir heima. Það er svo tómlegt án hans þar sem hann er mikill gleðigjafi sem hressir okkur bæði alltaf við. Þessi ferð verður ekki eins löng og sú síðasta. Síðast var hann úti í tæplega 5 vikur en núna verður hann ekki nema 3 vikur. Planið er svo að hann fari alltaf út í 3 vikur í einu og kemur svo heim til okkar í 1 vikuemoticon

Við höfðum það alveg rosalega gott um jólin. Vorum hjá ömmu og afa í árbænum á aðfangadag og það var alveg yndislegt. Áttum svo róleg og góð áramót með ömmu og afa í mosó sem var líka alveg frábært.

Nú er komið nýtt ár og ég er ein af þessum bjartsýnu. Held að byrjun ársins verði kannski svoldið erfið en svo fer þetta allt að lagast og það birtir til hjá okkur að öllu leiti emoticon Við fórum í bíó á mánudaginn og sáum Yes man sem ég mæli sko með. Boðskapurinn er mjög góður í þessari mynd og á rosalega vel við núna. Jákvæð hugsun og jákvæðni smitar frá sér, ég trúi því allavega. Ef maður er jákvæður og reynir að gera gott úr hlutunum smitar það frá sér og maður uppsker eitthvað jákvætt og gott til baka emoticon

Ég fór með Alexander í klippingu á miðvikudaginn. Ákvað að prufa að fara á Stubbalubba sem er hárgreiðslustofa fyrir börn.  Mikið var ég ánægð með þessa ákvörðun mína. Stofan er alveg yndisleg, skemmtilegt starfsfólk, góð aðstaða (ævintýraland fyrir börn) og svo var ég rosalega ánægð með klippinguna. Alexander hafði líka gaman af þessu, sat alveg kjur í hermannajeppa stólnum sínum og á tímabili hélt ég að hann væri að sofna, held honum hafi fundist þetta svo þægilegt. 
Núna eru bara nokkrir daga í að litli kúturinn okkar byrji á leikskóla. Aðlögunin byrjar 19.janúaremoticon Leikskólinn sem hann fer á heitir Hlíð og er hér í mosó. Þetta er sami leikskóli og Lísa systir hans er á sem er auðvita frábært. Því ef ég þekki litlu dömuna á hún sko eftir að passa mjög vel upp á litla bróðir.

Jæja ég læt þetta duga í bili og er nú alveg ákveðin í því að vera duglegri að blogga um daginn og veginn hér inniemoticon Vona bara að sem flestir kíki hingað inn og kvitti svo fyrir komunaemoticon


10.12.2008 23:04

emoticon EEEEEllllsku Kári emoticon

VIð söknum þín

Elskum þig


og okkur hlakkar svooooooo mikið til að fá þig aftur heimemoticon

06.12.2008 07:32

Fréttir





Jæja ég held að það sé kominn tími á nýjar myndir og smá fréttir :) Alexander stækkar og stækkar, hann er á svo skemmtilegum aldri. Algjör prakkari og elskar að stríða mömmu sinni. Hann er voðalega mikill knúsu kall og hver sem kemur í heimsókn fer út aftur nokkrum knúsum og kossum ríkari. Við vorum svo heppin að fá úthlutað leikskólapláss fyrir Alexander, það er víst mjög sjaldæft hér í Mosó að börn komist inn fyrir 2 ára aldur en Alexander byrjar í í aðlögun í janúar. Okkur hlakkar öllum mkið til en til að byra með þá verður hann bara til 3 á leikskólanum og Sigrún amma hans ætlar að vera svo æðisleg að ná alltaf í hann. Kári var svo heppinn að fá vinnu í Noregi og er þar úti núna að smíða. Það er sko mikil hjálp í kreppunni að finna svona góða vinnu því það er sko ekki mikið að fá hér heima. Hann er svo duglegur og við alexander erum ekkert smá stolt af honum. Hann fór út 19.nov og kemur ekki heim fyrr en 21.des við mæðgin bíðum sko rosa spennt eftir að hann komi heim. Jólin verða sko yndisleg, María okkar kemur heim frá danmörku 17.des svo kemur Ágúst Már 19. des og svo síðastur en ekki síst Kári 21.des. Allt þetta yndislega fólk að koma heim og við gætum ekki verið spenntari. En jæja nóg af fréttum í bili, setti inn nýjar myndir svo endilega kíkið á þæremoticon



30.09.2008 21:11

Nýjar myndir

jæja þá, var að skella inn 2 nýjum albúmum og hver veit nema það bætist eitt við. Endilega skoðið og verið dugleg að kommenat það er alltaf svo gaman. Verð svo að fara að henda inn smá fréttabloggi fljótlega




19.08.2008 11:59

Nýjar myndir

Fuu

Það er komið fullt af nýjum sumarmyndum :)





Sumarkveðjur

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

14 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 368
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 58790
Samtals gestir: 11981
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 00:59:53